Fara beint í efnið

Endurhæfingu er ætlað að efla einstakling sem getur ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna slyss eða sjúkdóms.

Markmiðið er að ná aftur starfshæfni eða auka atvinnuþátttöku.

Endurhæfingarlífeyrir tryggir einstaklingnum framfærslu á meðan á endurhæfingu stendur.

Endurhæfing þarf að vera fullreynd áður en byrjað er að meta örorku.

Skilyrði

Til þess að einstaklingur geti sótt um endurhæfingarlífeyri þarf viðkomandi að:

  • vera milli 18 og 67 ára

  • hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt síðustu 12 mánuði

  • vera í virkri endurhæfingu í umsjón heilbrigðismenntaðs fagfólks

Þar að auki verða önnur réttindi að vera fullnýtt.

Þetta á við um:

  • veikindarétt frá vinnuveitanda

  • sjúkrasjóð stéttarfélags

Þar að auki þarf að stöðva greiðslur:

  • úr fæðingarorlofssjóði

  • frá atvinnuleysissjóði Vinnumálastofnunar

Umsækjandi endurhæfingarlífeyris þarf að skila inn staðfestingum frá ofangreindum aðilum með umsókn sinni.

Samskipti við Tryggingastofnun

Til að fá upplýsingar um stöðu umsóknar þarf að gefa upp leyninúmer umsækjanda.

Leyninúmer getur umsækjandi fundið á Mínum síðum.

Símatímar fyrir fagfólk vegna endurhæfingarmála eru alla virka daga milli klukkan 10 og 15 í síma 560 4400 eða 560 4430.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið endurhaefing@tr.is

Gögnum á að skila rafrænt í gegnum Mínar síður eða Signet Transfer. Ekki er tekið við gögnum í tölvupósti.

Hlutverk fagfólks

Hlutverk fagfólks sem hefur umsjón með endurhæfingu er að:

  • veita stuðning og ráðgjöf varðandi markmið og úrræði

  • gera endurhæfingaráætlun í samráði við einstaklinginn

  • ákveða tímaramma fyrir endurhæfinguna

  • senda tilvísun á viðeigandi endurhæfingarúrræði og sérfræðinga

  • leita leiða til að hefja endurhæfingu sem fyrst

  • fylgjast með framvindu endurhæfingar

Að hverju tímabili loknu þarf líka að:

  • leggja mat á endurhæfingu með upplýsingum um framvindu

  • gera endurmat á áætlun ef aukinni vinnufærni var ekki náð á tímabilinu

Hætti einstaklingur í endurhæfingu ber fagfólki skylda til að tilkynna það til TR.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun