Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Innheimta á skuld

Það getur komið fyrir að greiðsluþegar fái of mikið greitt frá Tryggingastofnun. Þetta getur verið vegna þess að tekjur þínar eru hærri en skráð var í tekjuáætlun eða vegna breytinga á aðstæðum þínum.

Ef skuld myndast hjá greiðsluþega, dreifir TR sjálfkrafa skuldinni á 12 mánaða tímabil.

Ýmsar lausnir eru í boði til að greiða skuld til baka.

Ef þú vilt breyta greiðsludreifingunni getur þú haft samband með því að senda beiðni í gegnum Mínar síður TR eða á innheimta@tr.is.

Upplýsingar um innheimtu og endurgreiðsluleiðir

Starfsreglur við innheimtu