Fara beint í efnið

Uppgjör dánarbús - réttindi og skyldur dánarbús gagnvart TR

Dánarbú tekur við öllum fjárhagslegum skyldum sem hvíldu á þeim látna. Réttindi og skyldur dánarbús og erfingja gagnvart TR fara eftir því hvernig skiptum dánarbús er háttað.

Mikilvægt er að umboðsmenn dánarbúa eða erfingjar skili inn skattframtali fyrir dánarbúið til skattsins.

Tryggingastofnun endurreiknar greiðslur ársins út frá staðfestu skattframtali og við útreikning getur myndast skuld eða inneign.

Skuld myndast við endurreikning á dánarbúi

Ef skuld myndast við endurreikning á dánarbúi er TR skylt að innheimta kröfu hjá dánarbúum eða erfingjum, óháð því hvort skuld hafi stofnast fyrir eða eftir lok skipta.

Samningur um endurgreiðslu á skuld vegna dánarbús

Þú getur samið um endurgreiðslu skuldar við dánarbú og hægt er að dreifa greiðslu í allt að 12 til 36 mánuði.

Til að fá frekari upplýsingar eða semja um endurgreiðslu getur þú haft samband við innheimta@tr.is

Inneign myndast við endurreikning á dánarbúi

Ef inneign myndast við endurreikning á dánarbúi eiga erfingjar rétt á að fá hana greidda.

Hvernig er inneign greidd út:

  • Inneign er lögð inn á skráðan bankareikning hins látna hafi honum ekki verið lokað.

  • Hafi reikningi verið lokað þarf umboðsmaður dánarbús að koma upplýsingum um nýjan bankareikning til TR.

  • Ef það er enginn umboðsmaður fyrir dánarbúið eða skiptum er lokið þarf einn erfingi að fá umboð annarra erfingja til að taka við inneign.

Bráðabirgðauppgjör

Hægt er að óska eftir bráðabirgðauppgjöri, tilgangur þess er að erfingjar geti betur gert sér grein fyrir hvort von sé á skuld eða inneign við lokauppgjör.

Til að framkvæma bráðabirgðauppgjör þarf upplýsingar um tekjur lífeyrisþega að berast TR á þar til gerðu eyðublaði.

Hvað gerist ef erfingjar dánarbús geta ekki greitt skuld

Ef dánarbúi hefur verið lokið sem eignalausu þarf að skila:

  • yfirliti yfir framvindu skipta sem gefið er út af sýslumanni

Ef dánarbú hefur verið tekið til opinberra skipta þarf eftirfarandi gögn:

  • yfirliti yfir framvindu skipta sem gefið er út af sýslumanni

  • erfingjar ábyrgjast ekki skuldbindingar þess

Krafa fellur niður ef:

  • TR hefur ekki lýst kröfu innan kröfulýsingarfrests

  • krafa hefur stofnast eftir að kröfulýsingarfresti lýkur og skiptastjóri viðurkennir af þeim sökum ekki kröfuna

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun