Fara beint í efnið

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Umsókn um barnalífeyri vegna náms

Barnalífeyrir vegna náms eru greiðslur til ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem stunda nám eða starfsþjálfun og uppfylla skilyrði til greiðslna.

Þú getur sótt um barnalífeyri ef eitthvað af þessu á við:

  • foreldri er látið,

  • foreldri er lífeyrisþegi (elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrir),

  • ungmenni er ófeðrað,

  • sýslumaður úrskurðar að foreldri þurfi ekki að borga framlag vegna náms vegna efnaleysis,

  • sýslumanni tekst ekki að hafa uppi á foreldri til að greiða framlag.

Skilyrði

Skilyrði er að ungmenni á aldrinum 18 til 20 ára sé annað hvort í:

  • fullu námi, 30 framhaldsskólaeiningar eða háskólaeiningar ,

  • starfsþjálfun í að minnsta kosti 6 mánuði á ári.

Ungmennið verður að eiga lögheimili á Íslandi en heimilt er að stunda nám erlendis.

Sýna verður fram á eðlilega námsframvindu. Hægt er að fá undanþágu frá fullu námi vegna námsörðugleika.

Tekjur og eignir

Þú mátt ekki:

  • vera með laun hærri en 323.029 krónur á mánuði fyrir skatt,

  • eiga innistæðu í banka hærri en 4 milljónir króna,

  • eiga verðbréf sem eru meira en 4 milljón króna virði.

Réttur vegna beggja foreldra

Heimilt er að greiða ungmenni:

  • tvöfaldan barnalífeyri vegna náms ef réttur vegna beggja foreldra er til staðar, til dæmis ef ungmenni á foreldri sem er örorkulífeyrisþegi og hitt foreldrið er látið.

  • barnalífeyri vegna náms og framlag vegna náms ef réttur vegna beggja foreldra er til staðar, til dæmis ef ungmenni á foreldri sem er á endurhæfingarlífeyri og hitt foreldrið greiðir framlag.

Fjárhæð

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar er:

  • 46.147 krónur á mánuði,

  • skattfrjáls.

Fyrirkomulag greiðslna

Greiðslur eru samþykktar fyrir eina önn í einu og þú færð fyrirframgreitt fyrsta dag hvers mánaðar á þann bankareikning sem er skráður á Mínar síður TR. 

Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er.

Umsókn um barnalífeyri vegna náms

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun